Mataræðið sem gefur húðinni ljóma

Matur | Morgunblaðið | 3.11.2024 - Grein í morgunblaðinu 3. nóv. „Ég hef ávallt aðhyllst heild­ræna meðferð, það er að segja að innra og ytra heil­brigði hald­ist í hend­ur. Hvernig þú hugs­ar um þig og ekki síður til þín er það sem skipt­ir máli. Einnig finnst mér mataræði skipta miklu máli og hef­ur miðjarðar­hafs­mataræði verið það sem hent­ar mér best,“ seg­ir Lauf­ey. Sjá nánar á mbl

Lyk­ill­inn að góðu út­liti

  • Andoxun­ar­efni: Fæða eins og ber, græn­meti og sítrusávext­ir er rík af andoxun­ar­efn­um sem auka kolla­genfram­leiðslu og vernd­ar húðina gegn skaðleg­um áhrif­um sindurefna.

  • Holl fita: Avóka­dó, feit­ur fisk­ur og hnet­ur veita lík­am­an­um nauðsyn­leg­ar fitu­sýr­ur sem halda húðinni mjúkri og rakri.

  • Raki: Mat­væli eins og ag­úrka, vatns­mel­ón­ur og kó­kos­vatn stuðla að góðum raka húðar­inn­ar og halda henni ferskri.

  • Kolla­gen: Bein­soð, sítrusávext­ir og paprika eru frá­bær fyr­ir aukna kolla­genfram­leiðslu, sem stuðlar að þétt­ari og stinn­ari húð.

  • Bólgu­eyðandi fæði: Grænt te, engi­fer og túr­merik dreg­ur úr bólg­um í húðinni og styður við jafnt og ljóm­andi yf­ir­bragð.

  • Sink: Baun­ir eru rík­ar af sinki sem hjálp­ar til við gró­anda húðar­inn­ar og varn­ar ból­um. 

Það má í raun segja að töfra­formúla fyr­ir ljóm­andi húð fel­ist í jafn­vægi nær­ing­ar, raka og andoxun­ar­efna. Með þess­um ein­földu mat­ar- og drykkju­venj­um er hægt að ná ljóm­andi og heil­brigðri hú

Heilsu­sal­at Lauf­eyj­ar

Fyr­ir 4-6

  • 2 dós­ir tún­fisk­ur í olíu (hellið ol­í­unni af og setjið í sér skál og hrærið áður en hann er sett­ur sam­an við sal­atið)

  • 1 pk. frosn­ar rækj­ur, afþíða, setja klút yfir og kreista vökv­ann úr

  • 4 harðsoðin egg, skor­in í báta ef vill

  • ½ gúrka, skor­in eft­ir smekk

  • 12 kirsu­berjatóm­at­ar

  • 1 stk. paprika, skerið eft­ir smekk

  • 1 pk ferskt sal­at að eig­in vali

  • 3 gul­ræt­ur, saxaðar

  • 1 stk. stór rauðlauk­ur, smátt skor­inn

  • ½ krukka sal­atost­ur

  • Mozzar­ella­ost­ur eft­ir smekk

  • 3 msk. ólífu­olía

  • 2 msk. sítr­ónusafi

  • 1 msk. ferskt rós­marín, saxað

  • ½ tsk. salt

  • 1 msk. rif­inn par­mesanost­ur

  • 1 msk. rif­inn sítr­ónu­börk­ur

  • 1 msk. kapers

Aðferð:

  1. Veljið fal­lega og veg­lega skál til að setja sal­atið í. Setjið hrá­efnið í skál­ina eft­ir því sem ykk­ur lang­ar til en allra best er að setja harðsoðnu egg­in síðast og skera þau í báta.

  2. Rífið síðan í lok­in par­mesanost­inn og sítr­ónu­börk­inn yfir.

  3. Berið fal­lega fram.

Next
Next

Ljóminn og fegurðin kemur innan frá