Mataræðið sem gefur húðinni ljóma
Matur | Morgunblaðið | 3.11.2024 - Grein í morgunblaðinu 3. nóv. „Ég hef ávallt aðhyllst heildræna meðferð, það er að segja að innra og ytra heilbrigði haldist í hendur. Hvernig þú hugsar um þig og ekki síður til þín er það sem skiptir máli. Einnig finnst mér mataræði skipta miklu máli og hefur miðjarðarhafsmataræði verið það sem hentar mér best,“ segir Laufey. Sjá nánar á mbl
Lykillinn að góðu útliti
Andoxunarefni: Fæða eins og ber, grænmeti og sítrusávextir er rík af andoxunarefnum sem auka kollagenframleiðslu og verndar húðina gegn skaðlegum áhrifum sindurefna.
Holl fita: Avókadó, feitur fiskur og hnetur veita líkamanum nauðsynlegar fitusýrur sem halda húðinni mjúkri og rakri.
Raki: Matvæli eins og agúrka, vatnsmelónur og kókosvatn stuðla að góðum raka húðarinnar og halda henni ferskri.
Kollagen: Beinsoð, sítrusávextir og paprika eru frábær fyrir aukna kollagenframleiðslu, sem stuðlar að þéttari og stinnari húð.
Bólgueyðandi fæði: Grænt te, engifer og túrmerik dregur úr bólgum í húðinni og styður við jafnt og ljómandi yfirbragð.
Sink: Baunir eru ríkar af sinki sem hjálpar til við gróanda húðarinnar og varnar bólum.
Það má í raun segja að töfraformúla fyrir ljómandi húð felist í jafnvægi næringar, raka og andoxunarefna. Með þessum einföldu matar- og drykkjuvenjum er hægt að ná ljómandi og heilbrigðri hú
Heilsusalat Laufeyjar
Fyrir 4-6
2 dósir túnfiskur í olíu (hellið olíunni af og setjið í sér skál og hrærið áður en hann er settur saman við salatið)
1 pk. frosnar rækjur, afþíða, setja klút yfir og kreista vökvann úr
4 harðsoðin egg, skorin í báta ef vill
½ gúrka, skorin eftir smekk
12 kirsuberjatómatar
1 stk. paprika, skerið eftir smekk
1 pk ferskt salat að eigin vali
3 gulrætur, saxaðar
1 stk. stór rauðlaukur, smátt skorinn
½ krukka salatostur
Mozzarellaostur eftir smekk
3 msk. ólífuolía
2 msk. sítrónusafi
1 msk. ferskt rósmarín, saxað
½ tsk. salt
1 msk. rifinn parmesanostur
1 msk. rifinn sítrónubörkur
1 msk. kapers
Aðferð:
Veljið fallega og veglega skál til að setja salatið í. Setjið hráefnið í skálina eftir því sem ykkur langar til en allra best er að setja harðsoðnu eggin síðast og skera þau í báta.
Rífið síðan í lokin parmesanostinn og sítrónubörkinn yfir.
Berið fallega fram.